Fá TrainingPeaks æfingar inn í Zwift
Tengja Zwift við TrainingPeaks
-
Farðu á https://my.zwift.com/ og skráðu þig inn
-
Eftir innskráningu farðu þá í Edit Profile
- Þar þarftu finnurðu þar sem stendur TrainingPeaks og smellir á Connect þar undir. Þú ert þá fluttur yfir á síðu hjá TrainingPeaks, stillir hluti til og samþykkir að tengja saman.
Nota TrainingPeaks æfingu á Zwift
Þegar búið er að tengja saman TrainingPeaks og Zwift er einfalt mál að hjóla æfingar sem settar hafa verið upp á TrainingPeaks á Zwift. Eftir að Zwift hefur verið smellt á Training hnappinn og opnast þá valmynd fyrir æfingar.
Skrollað er neðst í lista yfir æfingar og þar er TrainingPeaks Custom Workouts. Þar undir eru þær æfingar sem skráðar eru á núverandi dag.
danger
Ýmislegt getur valdið því að æfingar af TrainingPeaks sjást ekki á Zwift, hér eru nokkrir möguleikar
- Ef engin æfing er skráð á núverandi dag í TrainingPeaks er ekki hægt að velja TrainingPeaks Custom Workouts æfingar á Zwift
- Ef æfing í TrainingPeaks hefur ekki fengið nafn (heitir sjálfgefið Untitled Workout) þá birtist hún ekki í Zwift.
- Ef æfing var færð til á TrainingPeaks yfir á núverandi dag eftir að Zwift var ræst getur þurft að endurræsa Zwift til að æfingin birtist í TrainingPeaks Custom Workouts