Skip to main content

Tengjast afl og snúnings skynjurum

Mikilvægt að passa

Mikilvægt er að tryggja að þú sért ekki tengdur við skynjara á fleiri hjólum en því sem þú ert að hjóla á. Annaðhvort þarf að eyða út eða slökkva á skynjurum ef þú ert ekki á sama hjóli og venjulega. Að vera tengdur við fleiri en einn getur valdið því að þú fáir mælingar frá öðrum hjólum en því sem þú ert á.

Hægt er að tengjast bæði afl(power) og snúnings(cadence) ANT+ skynjurum á Life Fitness IC8 hjólunum. Í langflestum tilfellum er nægilegt að tengjast bara power skynjara og snúningur fylgir með.
Útgáfa 1 af hjólatölvunni sendir ekki frá sér bluetooth merki þannig að ef þörf er á því þarf tæki til að brúa frá ANT+ yfir í Bluetooth.
Útgáfa 2 sendir styðir bluetooth sem bíður upp á tengingar við fleiri hjólatölvur úr og síma.

Útgáfur tölvu

Í skráningar skjölum sem koma inn fyrir tíma er tekin fram útgáfa tölvu

KM tölur

Athugið að ekki er boðið upp á að tengjast hraðaskynjara þannig að KM tala og hraði munu ekki birtast á flestum ef ekki öllum hjólatölvum/úrum.

Á hjólunum í Sporthúsinu er búið að líma númer hjólsins á það. Einnig er hægt að sjá númer hjóls efst á skjá þegar hjólið er ræst (sjá myndir hér að neðan.)

Docs Version Dropdown

Docs Version Dropdown


Þegar þú ert komin með númerið á hjólinu notarðu það til að finna rétta skynjara. Almenna reglan er að aflskynjarinn heitir 30XX og snúnings 10XX þar sem XX er númer hjólsins. Í dæminu hér að ofan þá er hjólið númer 22. Aflskynjarinn heitir þá 3022 og snúnings er 1022.

Ólíkt er eftir hjólatölvum/úrum hvernig skynjarar eru tengdir og má sjá leiðbeiningar fyrir nokkrar Garmin útgáfur hér