Notkun á Zwift í tímum
Útskýring á hvernig við notum Zwift í tímunum í Sporthúsinu.
- Við setjum alltaf FTP í Zwift hjá þjálfara í 100. Það veldur því að "ride at" gildið er alltaf sú prósenta sem fólk á að vera að hjóla á. Hér er t.d. ride at 100w sem væri í okkar tilfelli að þú ættir að vera að hjóla á 100% af þínu FTP gildi. Á hjólatölvunni er þetta litla prósentutalan sem er undir wöttunum. Þetta eru ekki stærstu stafir í heimi þannig að ef fólk gleymir gleraugunum getur verið fínt að horfa á þessa prósentu á Garmin hjólatölvu.
- Ef æfing er með uppgefið gildi á cadence þá kemur það beint undir því sem ég var að nefna hér að ofan. Á myndinni er það at 85rpm sem væri þá að við viljum snúa pedulunum 85 snúninga á mínútu. Þetta er talan upp í vinsta horninu á IC8 hjólatölvunni.
- Þetta er það power sem þjálfari er að hjóla á og er tala sem fólk út í sal þarf ekkert að hugsa um. Það kemur fyrir að fólk ruglast og heldur að þetta sé sú watta tala sem það á að hjóla á en svo er alls ekki