Lagfæra rangt paraðar æfingar
Ef fleiri en ein æfing af sömu tegund er inn á sama dag á TrainingPeaks þá getur komið upp sú staða að æfingu sem er hlaðið inn frá t.d. Garmin tæki endar á rangri æfingu. Í dæminu hér að neðan vorum við að taka æfinguna Æfing 2 en af því að Æfing 1 var ofar í TrainingPeaks þá paraðist við hana þegar við hlóðum inn æfingunni.
Að lagfæra þetta er mjög einfalt mál.
- Smella á efst í hægra horni æfingar (sést ekki fyrr en mús er sett yfir æfingu)
- Velja Unpair í valmyndinni sem þar kemur upp.
- Nú kemur upp valmynd þar sem staðfesta þarf með því að skella á Unpair hnapp (gefið að ekki hafi áður verið valið að birta ekki þennan milliglugga
- Nú ættum við að vera með uppsetningu eins og á myndinni lengst til hægri, það sem hlaðið var upp frá Garmin (eða öðru tæki) sér og Æfing 1 og Æfing 2 með ekkert parað við sig
- Nú er Indoor Cycling einfaldlega dregin yfir á Æfing 2
- Upp kemur milligluggi þar sem þarf að smella á Pair hnapp til staðfesta
- Nú er þetta rétt parað saman eins og sjá má á mynd hér að neðan lengst til hægri