Skip to main content

Helstu skjámyndir á IC8 hjólatölvunni

Hægt er að velja á milli 5 mismunandi skjámynda meðan hjólað er. Hér að neðan er farið yfir þær tvær helstu sem við notum.

Skjár 1

Sá sem við horfum mest til er upphafsskjárinn (sjá mynd hér að neðan)

  • Uppi til vinstri er Cadence/Snúningshraði
  • Uppi til hægri er Level/Álagsstilling (er stillt með snúningstakkanum á hjólinu, gildi frá 1-99)
  • Niðri til vinstri er Watt/vött sem er aðal talan sem við fylgjumst með. Niðri í þessum reit sést líka % af ftp sem er mikilvægasta talan. Þjálfari fer alltaf yfir á hvaða % af ftp á að hjóla.
  • Niðri til hægri er Zone, segir til um um álag skipt upp í zone (1-5), hvert svæði hefur ákveðinn lit

Skjár 1

Skjár 1 útskýringar

Skjár 5

Sýnir hvernig hjólarar nýta pedala hringinn (efripartur) og sýnir einnig hvernig hjólarar dreyfa álagi á milli pedala. Dreyfing á að vera jöfn (50%/50%) en er í lagi þó hún sé 48%/52%. Ef dreyfingin er ójafnari þá getur það verið vegna t.d. hnévandamála.

Polar view

Polar view