Skip to main content

Hvernig á að tengjast þjálfara

Til að fá æfingar frá Hjólreiðadeild Breiðabliks þarf að vera skráður sem iðkandi og vera með reikning á www.trainingpeaks.com. Það kostar ekkert að vera með basic aðgang en hægt er að kaupa áskrift til þess að fá ýmis tól sem nýtast til að fylgjast með framförum og auðvelda samskipti við þjálfara.

tip

Oft er hægt að finna afsláttarkóða fyrir TrainingPeaks Premium, Google skilar of einhverju góðu þar. Einnig hafa oft verið góð verð í kringum Cyber Monday.

Fyrsta skrefið er að skrá sig inn á TrainingPeaks og starta forritinu með því að smella á Launch App takkann á aðalsíðu TrainingPeaks eða þá að fara beint á app.trainingpeaks.com Þegar þangað er komið smellið þú á nafnið þitt og velur “Settings" þá birtist stór gluggi með ýmsum valmöguleikum.

Stillingar

Í stillingar glugganum smellir þú á Coaches eða skrollar niður að þeim parti. Þar setur þú inn breidablikhjol@gmail.com og þegar því er lokið smellirðu á Add. Þá kemur beiðni til þjálfara sem munu þá samþykkja viðkomandi og æfingar fara að birtast á dagatalinu (getur tekið 1-2 daga og æfingar birtast ekki aftur í tímann).

Bæta við þjálfara