Hoppa yfir á aðal efni

Styrktaraðilar Íslandsmótsins í criterium 2025

· 2 mínútu lestur

Hjólreiðadeild Breiðabliks hélt Íslandsmeistaramótið í criterium hjólreiðum á fimmtudaginn. Til að aðstoða okkur við það fengum við stuðning frá góðum aðilum og þökkum þeim kærlega fyrir. Aðalstyrktaraðili mótsins var https://www.facebook.com/Pedalisland sem veitti öllum verðlaunasætum vegleg verðlaun frá Motul og Pedla, ásamt því að gefa nokkrum heppnum aðilum útdráttarverðlaun frá Alba Optics.

Fastus heilsa gaf heppnum hjólara nuddbyssu í útdráttarverðlaun.

LifeTrack veitti nokkrum heppnum gjafabréf í útdráttarverðlaun.

Pågen Ísland bauð öllum viðstöddum upp á Gifflar kanilsnúða.

Powerade sá til þess að keppendur væru ekki þyrstir.

Mjólkursamsalan passaði upp á endurheimt keppenda og bauð öllum upp á Hleðslu.

Hreysti gaf tvo poka af þeirra bestu vörum.

Að lokum gaf Motul hjálm.

Án þessara aðila hefði mótið ekki átt sér stað. Takk kærlega fyrir okkur! https://pedal.is/

Docusaurus Plushie

Docusaurus Plushie

Docusaurus Plushie

Docusaurus Plushie

Docusaurus Plushie

Docusaurus Plushie

Docusaurus Plushie

Docusaurus Plushie

Docusaurus Plushie

Íslandsmótið í criterium 2025

· 2 mínútu lestur

Hjólreiðadeild Breiðabliks hélt Íslandsmót í criterum í dag, fimmtudaginn 21. ágúst 2025, á Kvartmílubrautinni í Hafnarfirði. Alls voru 45 keppendur skráðir til leiks í sex flokkum og lék veðrið aldeilis við keppendur.

Í A-flokki kvenna gerðist fátt, þrátt fyrir talsverðar keyrslur inn á milli, þar til í blálokin að þær hentust í endasprett og tókst Bríet Kristý Gunnarsdóttur Tindi að verja titilinn frá því í fyrra, hampar hún því Íslandsmeistaratitlinum annað árið í röð. Minna en sekúndubroti síðar varð Sara Árnadóttir HFR í 2. sæti og Hafdís Sigurðardóttir HFA varð þriðja.

Meira gekk á í A-flokki karla en fljótlega tók Davíð Jónsson HFR á rás og hélt forskotinu allan tímann, hann hampaði loks Íslandsmeistaratitlinum eftir að hafa orðið annar undanfarin tvö ár. Hann sigraði jafnframt U23 flokkinn. Í fjölmennum endaspretti náði Björgvin Haukur Bjarnason HFR með sekúndubroti að ná 2. sætinu og Kristinn Jónsson HFR lenti í 3. sæti.

Í B-flokki sigruðu þau Thomas Skov Jensen Tindi og Hjördís Birna Ingvadóttir HFR, bæði eftir hressandi endasprett. Í Junior flokki sigraði Eyrún Birna Bragadóttir HFR og Sólon Kári Sölvason HFR en hann var fljótastur allra í rásópnum, en Junior og B-flokkur voru ræstir saman.

Í ungmennaflokkunum sigraði í U17 Hrafnkell Steinarr Ingvason HFR, í U15 sigraði Kristján Þór Jóhannsson Aftureldingu og í U15 kvennaflokki sigraði Friðrika Rún Þorsteinsdóttir HFR.

Önnur úrslit er að finna á Timataka.net

Að vanda þakkar mótanefnd Hjólreiðadeildar Breiðabliks keppendum og sjálfboðaliðum fyrir daginn og óskar sigurvegurum til hamingju með árangurinn. Einnig þakkar mótanefndin styrktaraðilum keppninnar kærlega fyrir örlátt framlag sitt, en þeir voru: @pedal.is @motul @pagen_island @hreysti @lifetrackiceland @ms @powerade_island @monster_iceland @fastusheilsa Ps. Myndir úr braut verðar birtar um helgina.

Docusaurus Plushie

Docusaurus Plushie

Docusaurus Plushie

Docusaurus Plushie

Docusaurus Plushie

Docusaurus Plushie

Docusaurus Plushie

Docusaurus Plushie

Docusaurus Plushie

Íslandsmótið í götuhjólreiðum

· Einnar mínútu lestur

Hjólreiðafélag Reykjavíkur hélt Íslandsmótið í götuhjólreiðum sunnudaginn 29. júní 2025. Það er óhætt að segja að veðurguðirnir hafi ekki verið keppendum hliðhollir en það var úrhellisrigning og kalt lengst af sem hafði áhrif á keppnina. Breiðablik átti þrjá keppendur í A-flokki kvenna. Eftir fimm keppenda harðan endasprett náði Júlía Oddsdóttir 3. sæti og Björg Hákonardóttir lenti í 9. sæti. Silja Rúnarsdóttir varð fyrir alvarlegu slysi á lokahring sem varð til þess að hún var flutt með sjúkrabíl til Reykjavíkur og sendum við í Hjólreiðadeild Breiðabliks Silju hlýja strauma með ósk um góðan bata. Þá átti Breiðablik tvo keppendur í B-flokki kvenna og hlaut Heiða Ósk Guðmundsdóttir silfurverðlaun og Guðrún Valdís Halldórsdóttir varð 5. Allir fjórir Blikarnir í A-flokki karla hættu keppni.

Docusaurus Plushie

Íslandsmót í TT

· Einnar mínútu lestur

HFR hélt Íslandsmótið í tímatöku (TT) föstudagskvöldið 27. júní 2025 í Kjósinni. Sem fyrr átti Hjólreiðadeild Breiðabliks nokkra keppendur. Einn Íslandsmeistaratitill í hús, eitt silfur og eitt brons. Ingvar Ómarsson háði mikla baráttu um titilinn í A-flokki og tókst að verja Íslandsmeistaratitilinn með 6 sekúndna forskoti á næsta mann. Hákon Hrafn Sigurðsson náði 5. sætinu í sama flokki. Í A-flokki kvenna átti félagið þrjá keppendur, þær Silju Rúnarsdóttur sem náði 5. sætinu, Júlíu Oddsdóttur sem varð á eftir henni í 6. sæti og Björgu Hákonardóttur sem lenti í 9. sæti. Sömuleiðis átti Breiðablik þrjá keppendur í B-flokki kvenna. Þar var Heiða Ósk Guðmundsdóttir í 2. sæti, Berglind Heiða Árnadóttir í 3. sæti og Ásdís Birta Alexandersdóttir í 5. sæti. Í B-flokki karla átti Breiðablik einn keppanda, þar var Richard Blurton í 10. sæti. Deildin óskar öllum keppendum til hamingju með árangurinn, við erum mjög stolt af okkar fólki.

Docusaurus Plushie

Fyrsta bikarmót ársins í TT

· Einnar mínútu lestur

Í kvöld, 11. júní 2025, hélt Tindur fyrsta bikarmót sumarsins í tímatöku (TT) í skárra veðri en búast mátti við. Við í Breiðablik áttum nokkra keppendur sem við erum ákaflega stolt af. Breiðablik átti þrjá keppendur í B-flokki kvenna. Berglind Heiða kom á tveimur dekkjum austur á Suðurstrandarveg og landaði 3. sætinu, án upphitunar, Heiða Ósk Guðmundsdóttir náði 2. sæti og Ásdís Birta Alexandersdóttir varð sjötta. Þá áttum við tvo keppendur í A-flokki kvenna, Silja Rúnars varð 6. og Júlía Oddsdóttir náði 4. sætinu. Breiðablik átti einnig tvo keppendur í A-flokki karla af 9 keppendum, þá Ingvar Ómarsson og Hákon Hrafn Sigurðsson og náði Hákon 4. sætinu og Ingvar sigraði fallega á sennilega hæsta meðalhraða sem hefur náðst í tímatöku hérlendis (48,5km/klst). Við óskum ykkur öllum til hamingju með frábæran árangur! Úrslit eru birt á: https://timataka.net/tt-2025-06-11/

Docusaurus Plushie

Smáþjóðaleikarnir 2025

· Einnar mínútu lestur

Breiðablik átti þrjá keppendur í hjólreiðum á nýyfirstöðnum Smáþjóðaleikum sem fóru fram í Andorra. Þetta voru þau Björg Hákonardóttir, Ingvar Ómarsson og Júlía Oddsdóttir.

Þetta var fyrsta landsliðsverkefni Bjargar í hjólreiðum en hún keppti í frjálsum íþróttum á sínum yngri árum. Björg keppti í fjallahjólreiðum á fimmtudaginn í krefjandi braut og stóð sig mjög vel. Þetta var einnig fyrsta landsliðsverkefni Júlíu í hjólreiðum en hún keppir einnig á hjólaskautum (Roller Derby). Hún keppti í götuhjólreiðum á laugardaginn en var því miður búin að vera veik dagana fyrir keppni. Hún mætti engu að síður á ráslínu og gerði sitt allra besta sem skilaði henni í 20. sæti og hún varð 3. af íslensku stelpunum (af 6). Ingvar keppti í tímatöku á þriðjudaginn og var 10. af 26 keppendum og gerði svo einnig mjög vel í götuhjólreiðunum þar sem hann varð 13.-17 af 34 keppendum sem kláruðu keppnina (og fremstur íslensku strákanna). Þrátt fyrir að um Smáþjóðaleika sé að ræða þá voru nokkrir atvinnuhjólarar mættir til leiks og við erum gríðarlega stolt af framlagi og árangri okkar fólks.

Mynd: Magnús Valgeir Gíslason herra Breiðablik.

Docusaurus Plushie

The Gralloch

· 2 mínútu lestur

Laugardaginn 17. maí 2025 tóku tveir Blikar þátt í The Gralloch sem er malarhjólreiðamót (gravel) sem fram fór í Galloway í Skotlandi. Þetta voru þau Íris Ósk Hjaltadóttir sem er formaður hjólreiðadeildar Breiðabliks og Guðmundur Sveinsson sem er einn af þjálfurum deildarinnar. Mótið var hluti af gravelmótaröð Alþjóðahjólreiðasambandsins (UCI) og með góðum árangri í hverjum aldursflokki var hægt að tryggja sér þátttökurétt á heimsmeistaramótinu í gravel sem fram fer í Hollandi í október næstkomandi. Keppnisbrautin sjálf var um 110 km löng og mjög fjölbreytt. Okkar fólk náði þeim glæsilega árangri að ávinna sér rétt til þátttöku, Íris í aldursflokki 50–54 ára og Gummi í 45-49 ára. Íris náði 6. sæti af 24 keppendum í flokknum, aðeins 15 mínútum á eftir þeirri sem lenti í 1. sæti sem er fyrrverandi atvinnukona. Gumma tókst að ná 17. sæti af 207 keppendum í sínum aldursflokki, tæplega korteri á eftir 1. sætinu. Þetta er frábær árangur hjá þeim og við óskum þeim innilega til hamingju með þetta afrek. Það verður gaman að fylgjast með þeim í haust á heimsmeistaramótinu sem fer fram í Zuid-Limburg héraðinu í Hollandi 11. og 12. október 2025 og má búast við því að einn Bliki í viðbót muni keppa á mótinu.

Docusaurus Plushie

Docusaurus Plushie

XCO í Guðmundarlundi 2025

· Einnar mínútu lestur

Breiðablik hélt 1. bikarmót í fjallahjólreiðum (XCO) í Guðmundarlundi í gær. Óhætt er að fullyrða að aldrei hafi áður verið haldið hjólmót í jafn einstaklega góðu veðri – og það í maí. Keppt var í nokkrum flokkum, U15, U17, Junior, Masters 35+, B-flokki og A-flokki. Sigurvegarar í A-flokkum voru þau Ingvar Ómarsson og Björg Hákonardóttir, en þau eru bæði í Breiðablik og eru á leiðinni á Smáþjóðaleikanna í næstu viku þar sem þau keppa fyrir Íslands hönd. Í B-flokki sigruðu Katrín Marey Magnúsdóttir og Helgi Björnsson, bæði í HFR. Masters 35+ flokkinn sigruðu Berglind Heiða Árnadóttir og Halldór Viðar Jakobsson, bæði í Breiðablik. Baldur Þorkelsson HFR sigraði Junior flokkinn, Hrafnkell Steinar Ingvason HFR sigraði U17 og U15 sigruðu Áslaug Yngvadóttir HFR og Kristján Þór Jóhannsson Aftureldingu. Önnur úrslit eru aðgengileg á vef Tímatöku: https://timataka.net/xco-gudmundarlundi-2025/ Breiðablik þakkar keppendum, gestum og sjálfboðaliðum fyrir frábæran dag og bendir á tvö falleg myndaalbúm frá mótinu á facebook síðu deildarinnar

Docusaurus Plushie

Smáþjóðaleikarnir 2025

· Einnar mínútu lestur

HRÍ hefur valið landsliðið sem mun keppa á Smáþjóðaleikunum í Andorra í lok maí. Blikar eiga þrjá hjólara í liðinu að þessu sinni en þau eru Ingvar Ómarsson sem keppir í tímatöku og götuhjóreiðum, Björg Hákonardóttir sem keppir í fjallahjólreiðum og Júlia Oddsdóttir sem keppir í götuhjólreiðum. Júlía (lengst til hægri á meðfylgjandi mynd) er einmitt nýkomin úr þriggja daga keppnisferð í Danmörku með landsliðinu þar sem hún stóð sig mjög vel. Þar lauk hún keppni um miðjan hóp af ca 50 stelpum og varð 3. í stigakeppninni af íslensku stelpunum og náði 2. besta samanlagða tíma þeirra. Við erum mjög stolt af okkar fólki en Breiðablik á 3 hjólara í landslðinu, HFR er með 4, HFA 2, Ægir 1 og Tindur 1.

Docusaurus Plushie

Hjólreiðafólk Breiðabliks 2024

· 2 mínútu lestur

Afreksfólk úr öllum deildum Breiðabliks hlaut viðurkenningar í dag, 7. janúar 2025, á Íþróttahátíð félagsins. Okkar besta hjólreiðafólk árið 2024 voru þau Björg Hákonardóttir og Ingvar Ómarsson, en þau létu til sín taka á liðnu ári.

Björg varð bikarmeistari í ólympískum fjallahjólreiðum, í 2. sæti á Íslandsmótinu í maraþonfjallahjólreiðum og í 3. sæti á Íslandsmótinu í ólympískum fjallahjólreiðum. Þá varð Björg í 1. sæti í Greflinum 100 km leið. Björg tók þátt í þremur gravelmótum hjá UCI í aldursflokki og náði m.a. tvisvar sinnum fjórða sæti.

Ingvar átti frábært ár og sigraði 13 keppnir - þar af eina götuhjólakeppni á Spáni, La Titanica. Hann varð Íslandsmeistari í fjórum greinum, sem eru tímataka, cyclocross, maraþon fjallahjólreiðar og raf-hjólreiðum(e-cycling). Ingvar náði 3. sæti í the Rift malarkeppninni og var fremstur af þeim Íslendingum sem tóku þátt. Ingvar tók þátt í fjórum erlendum stórmótum í malarhjólreiðum en hann náði sínum allra besta árangri með 11. sæti í The Traka 360 km, sem er ein stærsta malarhjólakeppni Evrópu. Loks varð Ingvar í sæti 146 af 251 keppanda á heimsmeistaramótinu í malarhjólreiðum. Enginn hjólreiðamaður hefur orðið oftar Íslandsmeistari fyrir nokkurt félag en Ingvar.

Innilega til hamingju með árangurinn og megi komandi hjólaár 2025 verða enn betra!

Docusaurus Plushie