Hoppa yfir á aðal efni

Smáþjóðaleikarnir 2025

· Einnar mínútu lestur

HRÍ hefur valið landsliðið sem mun keppa á Smáþjóðaleikunum í Andorra í lok maí. Blikar eiga þrjá hjólara í liðinu að þessu sinni en þau eru Ingvar Ómarsson sem keppir í tímatöku og götuhjóreiðum, Björg Hákonardóttir sem keppir í fjallahjólreiðum og Júlia Oddsdóttir sem keppir í götuhjólreiðum. Júlía (lengst til hægri á meðfylgjandi mynd) er einmitt nýkomin úr þriggja daga keppnisferð í Danmörku með landsliðinu þar sem hún stóð sig mjög vel. Þar lauk hún keppni um miðjan hóp af ca 50 stelpum og varð 3. í stigakeppninni af íslensku stelpunum og náði 2. besta samanlagða tíma þeirra. Við erum mjög stolt af okkar fólki en Breiðablik á 3 hjólara í landslðinu, HFR er með 4, HFA 2, Ægir 1 og Tindur 1.

Docusaurus Plushie