Hoppa yfir á aðal efni

2 færslur merkt með "TT"

Skoða Öll Merki

Íslandsmót í TT

· Einnar mínútu lestur

HFR hélt Íslandsmótið í tímatöku (TT) föstudagskvöldið 27. júní 2025 í Kjósinni. Sem fyrr átti Hjólreiðadeild Breiðabliks nokkra keppendur. Einn Íslandsmeistaratitill í hús, eitt silfur og eitt brons. Ingvar Ómarsson háði mikla baráttu um titilinn í A-flokki og tókst að verja Íslandsmeistaratitilinn með 6 sekúndna forskoti á næsta mann. Hákon Hrafn Sigurðsson náði 5. sætinu í sama flokki. Í A-flokki kvenna átti félagið þrjá keppendur, þær Silju Rúnarsdóttur sem náði 5. sætinu, Júlíu Oddsdóttur sem varð á eftir henni í 6. sæti og Björgu Hákonardóttur sem lenti í 9. sæti. Sömuleiðis átti Breiðablik þrjá keppendur í B-flokki kvenna. Þar var Heiða Ósk Guðmundsdóttir í 2. sæti, Berglind Heiða Árnadóttir í 3. sæti og Ásdís Birta Alexandersdóttir í 5. sæti. Í B-flokki karla átti Breiðablik einn keppanda, þar var Richard Blurton í 10. sæti. Deildin óskar öllum keppendum til hamingju með árangurinn, við erum mjög stolt af okkar fólki.

Docusaurus Plushie

Fyrsta bikarmót ársins í TT

· Einnar mínútu lestur

Í kvöld, 11. júní 2025, hélt Tindur fyrsta bikarmót sumarsins í tímatöku (TT) í skárra veðri en búast mátti við. Við í Breiðablik áttum nokkra keppendur sem við erum ákaflega stolt af. Breiðablik átti þrjá keppendur í B-flokki kvenna. Berglind Heiða kom á tveimur dekkjum austur á Suðurstrandarveg og landaði 3. sætinu, án upphitunar, Heiða Ósk Guðmundsdóttir náði 2. sæti og Ásdís Birta Alexandersdóttir varð sjötta. Þá áttum við tvo keppendur í A-flokki kvenna, Silja Rúnars varð 6. og Júlía Oddsdóttir náði 4. sætinu. Breiðablik átti einnig tvo keppendur í A-flokki karla af 9 keppendum, þá Ingvar Ómarsson og Hákon Hrafn Sigurðsson og náði Hákon 4. sætinu og Ingvar sigraði fallega á sennilega hæsta meðalhraða sem hefur náðst í tímatöku hérlendis (48,5km/klst). Við óskum ykkur öllum til hamingju með frábæran árangur! Úrslit eru birt á: https://timataka.net/tt-2025-06-11/

Docusaurus Plushie