Hoppa yfir á aðal efni

6 færslur merkt með "Íslandsmót"

Íslandsmót

Skoða Öll Merki

Styrktaraðilar Íslandsmótsins í criterium 2025

· 2 mínútu lestur

Hjólreiðadeild Breiðabliks hélt Íslandsmeistaramótið í criterium hjólreiðum á fimmtudaginn. Til að aðstoða okkur við það fengum við stuðning frá góðum aðilum og þökkum þeim kærlega fyrir. Aðalstyrktaraðili mótsins var https://www.facebook.com/Pedalisland sem veitti öllum verðlaunasætum vegleg verðlaun frá Motul og Pedla, ásamt því að gefa nokkrum heppnum aðilum útdráttarverðlaun frá Alba Optics.

Fastus heilsa gaf heppnum hjólara nuddbyssu í útdráttarverðlaun.

LifeTrack veitti nokkrum heppnum gjafabréf í útdráttarverðlaun.

Pågen Ísland bauð öllum viðstöddum upp á Gifflar kanilsnúða.

Powerade sá til þess að keppendur væru ekki þyrstir.

Mjólkursamsalan passaði upp á endurheimt keppenda og bauð öllum upp á Hleðslu.

Hreysti gaf tvo poka af þeirra bestu vörum.

Að lokum gaf Motul hjálm.

Án þessara aðila hefði mótið ekki átt sér stað. Takk kærlega fyrir okkur! https://pedal.is/

Docusaurus Plushie

Docusaurus Plushie

Docusaurus Plushie

Docusaurus Plushie

Docusaurus Plushie

Docusaurus Plushie

Docusaurus Plushie

Docusaurus Plushie

Docusaurus Plushie

Íslandsmótið í criterium 2025

· 2 mínútu lestur

Hjólreiðadeild Breiðabliks hélt Íslandsmót í criterum í dag, fimmtudaginn 21. ágúst 2025, á Kvartmílubrautinni í Hafnarfirði. Alls voru 45 keppendur skráðir til leiks í sex flokkum og lék veðrið aldeilis við keppendur.

Í A-flokki kvenna gerðist fátt, þrátt fyrir talsverðar keyrslur inn á milli, þar til í blálokin að þær hentust í endasprett og tókst Bríet Kristý Gunnarsdóttur Tindi að verja titilinn frá því í fyrra, hampar hún því Íslandsmeistaratitlinum annað árið í röð. Minna en sekúndubroti síðar varð Sara Árnadóttir HFR í 2. sæti og Hafdís Sigurðardóttir HFA varð þriðja.

Meira gekk á í A-flokki karla en fljótlega tók Davíð Jónsson HFR á rás og hélt forskotinu allan tímann, hann hampaði loks Íslandsmeistaratitlinum eftir að hafa orðið annar undanfarin tvö ár. Hann sigraði jafnframt U23 flokkinn. Í fjölmennum endaspretti náði Björgvin Haukur Bjarnason HFR með sekúndubroti að ná 2. sætinu og Kristinn Jónsson HFR lenti í 3. sæti.

Í B-flokki sigruðu þau Thomas Skov Jensen Tindi og Hjördís Birna Ingvadóttir HFR, bæði eftir hressandi endasprett. Í Junior flokki sigraði Eyrún Birna Bragadóttir HFR og Sólon Kári Sölvason HFR en hann var fljótastur allra í rásópnum, en Junior og B-flokkur voru ræstir saman.

Í ungmennaflokkunum sigraði í U17 Hrafnkell Steinarr Ingvason HFR, í U15 sigraði Kristján Þór Jóhannsson Aftureldingu og í U15 kvennaflokki sigraði Friðrika Rún Þorsteinsdóttir HFR.

Önnur úrslit er að finna á Timataka.net

Að vanda þakkar mótanefnd Hjólreiðadeildar Breiðabliks keppendum og sjálfboðaliðum fyrir daginn og óskar sigurvegurum til hamingju með árangurinn. Einnig þakkar mótanefndin styrktaraðilum keppninnar kærlega fyrir örlátt framlag sitt, en þeir voru: @pedal.is @motul @pagen_island @hreysti @lifetrackiceland @ms @powerade_island @monster_iceland @fastusheilsa Ps. Myndir úr braut verðar birtar um helgina.

Docusaurus Plushie

Docusaurus Plushie

Docusaurus Plushie

Docusaurus Plushie

Docusaurus Plushie

Docusaurus Plushie

Docusaurus Plushie

Docusaurus Plushie

Docusaurus Plushie

Hjólreiðafólk Breiðabliks 2024

· 2 mínútu lestur

Afreksfólk úr öllum deildum Breiðabliks hlaut viðurkenningar í dag, 7. janúar 2025, á Íþróttahátíð félagsins. Okkar besta hjólreiðafólk árið 2024 voru þau Björg Hákonardóttir og Ingvar Ómarsson, en þau létu til sín taka á liðnu ári.

Björg varð bikarmeistari í ólympískum fjallahjólreiðum, í 2. sæti á Íslandsmótinu í maraþonfjallahjólreiðum og í 3. sæti á Íslandsmótinu í ólympískum fjallahjólreiðum. Þá varð Björg í 1. sæti í Greflinum 100 km leið. Björg tók þátt í þremur gravelmótum hjá UCI í aldursflokki og náði m.a. tvisvar sinnum fjórða sæti.

Ingvar átti frábært ár og sigraði 13 keppnir - þar af eina götuhjólakeppni á Spáni, La Titanica. Hann varð Íslandsmeistari í fjórum greinum, sem eru tímataka, cyclocross, maraþon fjallahjólreiðar og raf-hjólreiðum(e-cycling). Ingvar náði 3. sæti í the Rift malarkeppninni og var fremstur af þeim Íslendingum sem tóku þátt. Ingvar tók þátt í fjórum erlendum stórmótum í malarhjólreiðum en hann náði sínum allra besta árangri með 11. sæti í The Traka 360 km, sem er ein stærsta malarhjólakeppni Evrópu. Loks varð Ingvar í sæti 146 af 251 keppanda á heimsmeistaramótinu í malarhjólreiðum. Enginn hjólreiðamaður hefur orðið oftar Íslandsmeistari fyrir nokkurt félag en Ingvar.

Innilega til hamingju með árangurinn og megi komandi hjólaár 2025 verða enn betra!

Docusaurus Plushie

Íslandsmeistaramótið í cyclocross

· 2 mínútu lestur

Íslandsmeistaramótið í cyclocross fór fram í dag í Álafosskvosinni við góðar aðstæður en þó var nokkuð kalt og brautin lúmsk hál á köflum. Brautin sjálf var snilldarlega vel lögð og bauð upp á mjög fjölbreytta kafla. Í karlaflokki var hörð barátta á milli Ingvars Ómarssonar og Davíðs Jónssonar (HFR) en Ingvar leiddi eftir fyrsta hring en svo náði Davíð smá forskoti sem hann hélt þar til á næst síðasta hring þegar það sprakk hjá honum og hann skipti um hjól en þá var Ingvar kominn með forystuna aftur og hann hjólaði af öryggi í mark á tímanum 56:27,9 en Davíð varð annar um fjórum mínútum á eftir. Í þriðja sæti varð Maxon Quas (Tindur) Í kvennaflokki hjólaði Kristín Edda (HFR) mjög örugglega og náði að bæta forskot sitt um 30 sekúndur á hring en okkar konur Björg Hákonardóttir og Júlía Oddsdóttir voru þó ekki langt á eftir og hjóluðu gríðarlega vel og komu í mark í 2. og 3. sæti. Breiðablik náði því í helming verðlauna sem voru í boði í meistaraflokki á þessu Íslandsmóti og við erum gríðarlega stolt af okkar fólki.

Docusaurus Plushie

Docusaurus Plushie

Íslandsmótið í Maraþon fjallahjólreiðum

· Einnar mínútu lestur

Íslandsmótið í Maraþon fjallahjólreiðum (XCM) fór fram í dag á Hólmsheiðinni á sömu braut og síðustu þrjú ár. Aðstæður voru hörmulegar, mikil rigning og vindur en keppendur létu það ekki á sig fá og hjóluðu af kappi. Í karlaflokki voru hjólaðir tveir og hálfur 25km hringur og voru Ingvar, Kristinn, Hafsteinn og Eyjólfur fremstir saman eftir fyrsta hring. Á næsta hring hækkaði hraðinn og þessi hópur slitnaði þegar Ingvar tók forystuna sem hann hélt til loka og kláraði keppnina á tímanum 2:35:00, í öðru sæti rúmum fjórum mínútum á eftir varð Kristinn og Hafsteinn Ægir varð í 3. sæti rúmlega mínútu á eftir Kidda. Í kvennaflokki voru hjólaðir tveir hringir og þar náði Bríet Kristý smá forystu strax sem hún bætti svo við jafnt og þétt í gegnum keppnina sem hún vann á tímanum 2:40:26. Björg Hákonardóttir var tæpum 6 mínútum á eftir henni og Júlía Oddsdóttir kom svo þriðja í mark. Niðurstaða dagsins hjá Blikum í elite flokki því eitt gull, eitt silfur og eitt brons.

Docusaurus Plushie

Docusaurus Plushie

Íslandsmótið í criterium

· Einnar mínútu lestur

Í dag var Íslandsmótið í criterium haldið sem var í senn fjórða og síðasta bikarmótið í greininni. Hjólreiðadeild Breiðabliks átti nokkra keppendur sem stóðu sig mjög vel. Magnús Björnsson og Júlía Oddsdóttir (afmælisbarn dagsins) gerðu sér lítið fyrir og sigruðu B-flokkinn í æsispennandi endaspretti, en Júlía varð jafnframt bikarmeistari í greininni. Þá var Kristrún Lilja Daðadóttir í 3. sæti í sama flokki og áttum við þar með þrjá Blika á palli. Björg Hákonardóttir var í sex hjólara hópi og lenti í 6. sæti í A-flokki, aðeins sekúndum á eftir 1. Sætinu. Í karlakeppninni var mikið fjör og en þar endaði Bjarni Garðar Nicolaisson í 7. sæti. Við óskum verðlaunahöfum dagsins til hamingju með árangurinn!

Sigurvegarar