Hoppa yfir á aðal efni

Ein færsla merkt með "RR"

Skoða Öll Merki

Íslandsmótið í götuhjólreiðum

· Einnar mínútu lestur

Hjólreiðafélag Reykjavíkur hélt Íslandsmótið í götuhjólreiðum sunnudaginn 29. júní 2025. Það er óhætt að segja að veðurguðirnir hafi ekki verið keppendum hliðhollir en það var úrhellisrigning og kalt lengst af sem hafði áhrif á keppnina. Breiðablik átti þrjá keppendur í A-flokki kvenna. Eftir fimm keppenda harðan endasprett náði Júlía Oddsdóttir 3. sæti og Björg Hákonardóttir lenti í 9. sæti. Silja Rúnarsdóttir varð fyrir alvarlegu slysi á lokahring sem varð til þess að hún var flutt með sjúkrabíl til Reykjavíkur og sendum við í Hjólreiðadeild Breiðabliks Silju hlýja strauma með ósk um góðan bata. Þá átti Breiðablik tvo keppendur í B-flokki kvenna og hlaut Heiða Ósk Guðmundsdóttir silfurverðlaun og Guðrún Valdís Halldórsdóttir varð 5. Allir fjórir Blikarnir í A-flokki karla hættu keppni.

Docusaurus Plushie