Hoppa yfir á aðal efni

3 færslur merkt með "landslið"

Skoða Öll Merki

Smáþjóðaleikarnir 2025

· Einnar mínútu lestur

Breiðablik átti þrjá keppendur í hjólreiðum á nýyfirstöðnum Smáþjóðaleikum sem fóru fram í Andorra. Þetta voru þau Björg Hákonardóttir, Ingvar Ómarsson og Júlía Oddsdóttir.

Þetta var fyrsta landsliðsverkefni Bjargar í hjólreiðum en hún keppti í frjálsum íþróttum á sínum yngri árum. Björg keppti í fjallahjólreiðum á fimmtudaginn í krefjandi braut og stóð sig mjög vel. Þetta var einnig fyrsta landsliðsverkefni Júlíu í hjólreiðum en hún keppir einnig á hjólaskautum (Roller Derby). Hún keppti í götuhjólreiðum á laugardaginn en var því miður búin að vera veik dagana fyrir keppni. Hún mætti engu að síður á ráslínu og gerði sitt allra besta sem skilaði henni í 20. sæti og hún varð 3. af íslensku stelpunum (af 6). Ingvar keppti í tímatöku á þriðjudaginn og var 10. af 26 keppendum og gerði svo einnig mjög vel í götuhjólreiðunum þar sem hann varð 13.-17 af 34 keppendum sem kláruðu keppnina (og fremstur íslensku strákanna). Þrátt fyrir að um Smáþjóðaleika sé að ræða þá voru nokkrir atvinnuhjólarar mættir til leiks og við erum gríðarlega stolt af framlagi og árangri okkar fólks.

Mynd: Magnús Valgeir Gíslason herra Breiðablik.

Docusaurus Plushie

XCO í Guðmundarlundi 2025

· Einnar mínútu lestur

Breiðablik hélt 1. bikarmót í fjallahjólreiðum (XCO) í Guðmundarlundi í gær. Óhætt er að fullyrða að aldrei hafi áður verið haldið hjólmót í jafn einstaklega góðu veðri – og það í maí. Keppt var í nokkrum flokkum, U15, U17, Junior, Masters 35+, B-flokki og A-flokki. Sigurvegarar í A-flokkum voru þau Ingvar Ómarsson og Björg Hákonardóttir, en þau eru bæði í Breiðablik og eru á leiðinni á Smáþjóðaleikanna í næstu viku þar sem þau keppa fyrir Íslands hönd. Í B-flokki sigruðu Katrín Marey Magnúsdóttir og Helgi Björnsson, bæði í HFR. Masters 35+ flokkinn sigruðu Berglind Heiða Árnadóttir og Halldór Viðar Jakobsson, bæði í Breiðablik. Baldur Þorkelsson HFR sigraði Junior flokkinn, Hrafnkell Steinar Ingvason HFR sigraði U17 og U15 sigruðu Áslaug Yngvadóttir HFR og Kristján Þór Jóhannsson Aftureldingu. Önnur úrslit eru aðgengileg á vef Tímatöku: https://timataka.net/xco-gudmundarlundi-2025/ Breiðablik þakkar keppendum, gestum og sjálfboðaliðum fyrir frábæran dag og bendir á tvö falleg myndaalbúm frá mótinu á facebook síðu deildarinnar

Docusaurus Plushie

Smáþjóðaleikarnir 2025

· Einnar mínútu lestur

HRÍ hefur valið landsliðið sem mun keppa á Smáþjóðaleikunum í Andorra í lok maí. Blikar eiga þrjá hjólara í liðinu að þessu sinni en þau eru Ingvar Ómarsson sem keppir í tímatöku og götuhjóreiðum, Björg Hákonardóttir sem keppir í fjallahjólreiðum og Júlia Oddsdóttir sem keppir í götuhjólreiðum. Júlía (lengst til hægri á meðfylgjandi mynd) er einmitt nýkomin úr þriggja daga keppnisferð í Danmörku með landsliðinu þar sem hún stóð sig mjög vel. Þar lauk hún keppni um miðjan hóp af ca 50 stelpum og varð 3. í stigakeppninni af íslensku stelpunum og náði 2. besta samanlagða tíma þeirra. Við erum mjög stolt af okkar fólki en Breiðablik á 3 hjólara í landslðinu, HFR er með 4, HFA 2, Ægir 1 og Tindur 1.

Docusaurus Plushie