Custom wattatest á IC8 hjólum
Nauðsynlegt að fylgja þessum leiðbeiningum ef þú ert ekki með Garmin hjólatölvu, Garmin úr eða sambærilegt tæki tengt við hjólið.
Getur samt verið fínt að gera þetta til að vera með backup ef eitthvað klikkar við úr/tölvu.
Það þarf að hjóla í nokkrar sekúndur til að ræsa skjá á hjólunum. Þá kemur upp eftirfarandi valmynd. Veljið Power training ef hjólið er með tölvu 1 en Direct FTP Entry ef tölvan er með tölvu 2.
Hefja testið
Þegar byrjað er að hjóla þá ertu með skjá með fjórum upplýsingahlutum (sjá vinstri mynd hér neðan).
Þegar testið byrjar þá ýtir þú á LAP takkann sem er lengst til hægri af tökkunum og þá breytist skjárinn og sýnir 6 upplýsingasvæði þar sem lap-tími er nú kominn neðst til vinstri (sjá hægri mynd hér að neðan)
Verið viss um að hafa örugglega ýtt á lap-takkann. Bæði ættu upplýsingarsvæðunum að fjölda og einning ætti að koma texti efst á skjá sem segir LAP STARTED Ef þetta gerist ekki hefur ekki verið ýtt nægilega fast á lap takkann.
Ljúka testinu
Hjólið í 20 mínútur (eða þá lengd sem testið er) og ýtið svo aftur á LAP takkann.
Hér þarf aftur að vera viss um að hafa örugglega ýtt á lap-takkann. Texti kemur efst á skjá sem segir LAP ENDED. Ef þetta gerist ekki hefur ekki verið ýtt nægilega fast á lap takkann
Skoða niðurstöður
Til að skoða niðurstöðuna úr testinu skal hætta að hjóla þangað til að upp kemur WORKOUT PAUSED skjárinn. Notið þá örvarnar til að velja LAPS og þá kemur upp hver meðalvöttin voru sem þú hélst fyrir þann lap
Ef um 20 mínútna FTP test var að ræða þá þarf að taka þessa watta tölu og margfalda með 0,95 til að fá út FTP gildi