Hvernig á að stilla training zone
Þessi kafli fjallar ekki um hvernig próf fyrir FTP eða HR zone eru framkvæmd heldur einungis um hvernig á að stilla af zone í TrainingPeaks eftir að prófin hafa verið framkvæmd.
Almennt um að stilla af training zones
Reiknað er með að búið sé að skrá sig inn í TrainingPeaks. Þegar þangað er komið smellir þú á nafnið þitt og velur “Settings" þá birtist stór gluggi með ýmsum valmöguleikum.
Í stillingarvalmyndinni þarf að smella á Zones sem er á hægri hliðinni. Þar undir er svo hægt að velja um Heart Rate, Power, Speed/Pace og Notification.
Heart Rate
Í dæmi hér að ofan er einstaklingur með 148 í Threshold Heart Rate (hámarks púls sem þú getur haldið í klukkustund), 185 í Max Heart Rate (hámarkspúls) og 60 í Resting Heart Rate (Hvíldarpúls) Lang einfaldast er að nota Auto Calculations til að stilla af zone en einnig er í boði að slá inn handvirkt. Af valið er að láta sjálfvirkt reikna út eru margar aðferðir í boði. Efst á lista er að nota Lactate Threshold og reikna með aðferð frá Joe Friel (einnig í boði sérsniðið fyrir hlaup og hjól).
Sérsníða heart rate zone eftir íþróttagrein
Í dæminu hér að ofan er verið að fylla út fyrir Default Heart Rate, þ.e. púls zone sem notað er fyrir allar íþróttagreinar nema annað sé tekið fram. Neðarlega á mynd hér að ofan er hægt að sjá Add Activity og er þá hægt að setja upp sér púls zone fyrir hverja grein fyrir sig, gætir t.d. verið með mismunandi HR threshold fyrir hlaup, hjól og sund.
Power
Næsta sem hægt er að stilla eru power zone og er það gert á mjög sambærilegan hátt og fyrir púls hér að ofan. Fyrir power er þó einungis þörf á að slá inn Threshold (FTP, það power sem þú getur haldið að hámarki í eina klukkustund).
Eins og fyrir púls þá er hægt að velja um hinar ýmsu aðferðir, að velja Threshold Power og Andy Coggan ætti að virka vel fyrir flesta.
Fyrir þá aðferð er zone 1 frekar stór prósenta þannig að gott getur verið að skipta því frekar upp, 1a sem er 0-10w (sá tími þegar ekki er verið að pedala neitt), 1b frá 11w og upp í 45% af FTP og svo 1c sem nær upp í 55% þar sem zone 2 hefst. Hér fyrir neðan er reiknivél sem reiknar þetta auðveldlega út.
Zone | From | To |
---|---|---|
1a | 0 | 10 |
1b | 11 | 45 |
1c | 46 | 55 |
2 | 56 | 75 |
3 | 76 | 90 |
4 | 91 | 105 |
5 | 106 | 120 |
6 | 121 | 2000 |
Til að bæta við nýju zone er smellt er á Add Zone hnappinn og athugið að hægt er að smella á zone og draga það til (þarf að setja mús rétt fyrir framan reit fyrir zone, smella og þá er hægt að draga til).
Fyrir power líkt og fyrir púls er hægt að setja upp sér power zone fyrir hinar ýmsu íþróttagreinar og er það gert eins, þ.e. með því að velja undir Add Activity og smella á Add hnapp.
Hraði (pace)
Að lokum er hægt að stilla af hraða eða pace zone. Þetta á ef til vill helst við hlaupara og sundfólk. Þetta er gert á sambærilegan hátt við púls og power og verður því ekki farið dýpra í það (sjá lýsingar hér að ofan ef eitthvað er óljóst)