Hoppa yfir á aðal efni

Skráningarskjöl fyrir tíma

Skráningar koma inn klukkan 12:30 daginn fyrir tíma (undantekning er að sunnudagurinn kemur með laugardeginum á föstudögum klukkan 12:30)

Skráningar fara fram í gegnum Google Sheets skjal, endilega prófið að opna skjalið sem er hér við og tryggið að þið getið skráð í það, ef það gengur ekki þá að commenta hér undir eða hafa samband við mig.
Prufu skjal


upplýsingar

Hnakkar og annað er mögulega ekki 100% up to date í prufuskjalinu, þetta er bara hugsað til að prófa.

Aðeins til að útskýra þetta skjal

Allir tímar dags koma í einu skjali og er það skjal raðað niður eftir tíma dags, 5:55 tíminn fyrstur, svo hádegið neðar og seinnipartar neðst.

Ef hjól eru í viðgerð þá eru þau sérstaklega merkt.

Þið skráið fullt nafn á ykkur við það hjól sem þið viljið, ef tími er fullur er hægt að skrá á biðliðsta. Ef fólk afskráir sig úr tíma þarf það að tagga efsta á biðlista við færsluna í skráningargroupunni.

Öll IC8 hjólin sem við notum eru í grunninn algjörlega eins, engin stærðarmunur á hjólum og allt í þeim eins fyrir utan hnakka, pedala og útgáfa tölvu.

Dálkarnir í skjalinu

Hvenær tími hefst
Hjól: Öll hjól eru með einkvæmt númer og þetta er það
Hnakkur: Tegund hnakks, sjá nánarni útskýringar neðar í þessum pósti
Stærð: Þetta er stærð á hnakk í mm (öll hjólin eru jafn stór)
Tölva: Segir til um hvort útgáfa 1 eða 2 er af tölvu er á hjólinu, skiptir ekki máli nema ef fólk vill nota zwift eða álíka í tíma, þá er þægilegra að nota tölvu 2 þar sem hún styður bluetooth
Pedalar: Öll hjól eru með SPD pedala sem felstir myndu líklega kalla fjallahjólapedala. Það eru mismunandi tegundir af pedulum á hjólunum. IC8 eru þeir sem upprunnalega koma með hjólinu, eru þá með SPD festingu öðru megin og venjulegan pedala með strappa hinu megin, spd dual svipaðir og IC8, SPD festing öðru megin en flatur pedali hinu megin. SPD eru svo shimano PD-M520, eingöngu með festingu fyrir hjólaskó og ekki hægt að hjóla á í venjulegum skóm.
Nafn: hér skráið þið ykkur á hjól

Hnakkar á hjólunum

upplýsingar

Það eru ýmsar tegundir af hnökkum á hjólunum, ef þið þekkið einhverja af þessum hnökkuð eða vitið hvaða stærð þið þurfið af hnakk þá er bara að stökkva á viðkomandi hnakk. Ef þið hafið ekki hugmynd um hvaða hnakk þið viljið þá er bæði hægt að prófa bara nokkra eða fara í hjólabúð og láta mæla setbeinin, margir geta hjólað á gjörsamlega hversu sem er en fyrir aðra getur leitin að réttum hnakk verið vinna.


Unisex: Upprunnalegi IC8 hnakkurinn, myndum líklega kalla hann medium karlahnakk, virkar fínt fyrir flesta karla en hefur ekki reynst jafn vel fyrir konur þó einhverjar séu hrifnar af honum. Þessi er samkvæmt bókinni eini karlahnakkurinn er margir af hinum hnökkunum hafa vakið mikla lukku hjá körlum, bara best að prófa.
Ajna: Bontrager Ajna Comp er í stærðum 144(S), 154(M) og 164(L)
Sjá nánar
Aeolus: Bontrager Aeolus Comp er bara í 155mm (M)
Sjá nánar
Mimic: Specialized Mimic í stærð 155mm (M)
Sjá nánar
Ajna Elite: Bontrager Ajna Elite er í stærð 154 (M)
Sjá nánar