Hoppa yfir á aðal efni

Tengja hjól við tölvu/síma

WattRate TFT tölvan

Fyrsta sem skoða þarf er hvaða útgáfu af WattRate tölvu þú ert með á Life Fitness IC8 hjólinu.
Flest hjól eru með WattRate 1.0 tölvunni sem hefur verið staðalútfærslan frá því að hjólin komu, einhver eru þó komin með WattRate 2.0 tölvu sem auðveldar tengingar við síma og tölvur.

wattrate1

wattrate2

WattRate 1.0WattRate 2.0

Hér að ofan má sjá báðar tölvurnar. Helsti munurinn þegar horft er á tölvurnar er að 1.0 tölvan er með snertitakka en 2.0 útgáfan er með venjulegum tökkum. Einnig er munur á því hvernig "LAP" takkinn lítur út (lengst til hægri)

Tengjast síma með WattRate TFT 1.0

WattRate 1.0 tölvan sendir eingöngu frá sér ANT+ merki. Þó til séu símar og spjaldtölvur sem styðja ANT+ þá er það ekki algengt. Í þessu tilfelli þarf eitthvað sem "brúar" frá ANT+ merki og yfir í Bluetooth. Nokkrir möguleikar eru á því t.d. Viiiiva púlsmælir.

Tengjast síma með WattRate TFT 2.0

Ef notast er við 2.0 útgáfuna þá sendir hún frá sér bæði ANT+ og Bluetooth merki sem ætti að vera nægilegt til að tengjast beint við síma. Zwift í síma ætti að finna tölvuna þegar leitað er eftir skynjurum.

Tengjast tölvu með WattRate TFT 1.0

Þar sem 1.0 útgáfan sendir bara frá sér ANT+ merki þá er einfaldasta leiðin til að tengjast tölvu að vera með ANT+ USB Dongle. USB stykkinu einfaldlega stungið í tölvuna og þá ætti Zwift að geta fundið alla ANT+ skynjara sem eru staðsettir nálægt.

Hægt er að kaupa USB dongle á eftirfarandi stöðum (má endilega senda mér fleiri möguleika):

GÁP Garmin Búðin

Tengjast tölvu með WattRate TFT 2.0

Hægt er að tengjast með ANT+ USB Dongle líkt og með 1.0 tölvunni en þar sem 2.0 sendir frá sér Bluetooth þá ætti að vera hægt að finna skynjara beint í Zwift. Ég hef persónulega ekki ennþá prófað að tengast með Bluetooth við tölvu þannig að ég þori ekki að segja til hversu vel þetta virkar.
Til að flækja málin þá hægt að nota Zwift Companion appið í Android eða iOS til að brúa Bluetooth tengingar yfir í Zwift í tölvu