Skip to main content

2 posts tagged with "Gravel"

Gravel

View All Tags

The Gralloch

· 2 min read

Laugardaginn 17. maí 2025 tóku tveir Blikar þátt í The Gralloch sem er malarhjólreiðamót (gravel) sem fram fór í Galloway í Skotlandi. Þetta voru þau Íris Ósk Hjaltadóttir sem er formaður hjólreiðadeildar Breiðabliks og Guðmundur Sveinsson sem er einn af þjálfurum deildarinnar. Mótið var hluti af gravelmótaröð Alþjóðahjólreiðasambandsins (UCI) og með góðum árangri í hverjum aldursflokki var hægt að tryggja sér þátttökurétt á heimsmeistaramótinu í gravel sem fram fer í Hollandi í október næstkomandi. Keppnisbrautin sjálf var um 110 km löng og mjög fjölbreytt. Okkar fólk náði þeim glæsilega árangri að ávinna sér rétt til þátttöku, Íris í aldursflokki 50–54 ára og Gummi í 45-49 ára. Íris náði 6. sæti af 24 keppendum í flokknum, aðeins 15 mínútum á eftir þeirri sem lenti í 1. sæti sem er fyrrverandi atvinnukona. Gumma tókst að ná 17. sæti af 207 keppendum í sínum aldursflokki, tæplega korteri á eftir 1. sætinu. Þetta er frábær árangur hjá þeim og við óskum þeim innilega til hamingju með þetta afrek. Það verður gaman að fylgjast með þeim í haust á heimsmeistaramótinu sem fer fram í Zuid-Limburg héraðinu í Hollandi 11. og 12. október 2025 og má búast við því að einn Bliki í viðbót muni keppa á mótinu.

Docusaurus Plushie

Docusaurus Plushie

Gravelhópur Breiðabliks

· One min read

Guðmundur Sveinsson malarkóngur mun sjá um gravelmiðaðar morgunæfingar inni á þriðjudögum og fimmtudögum í vetur ásamt löngum útiæfingum á sunnudögum

  • Lengri æfingar (Lengjast þegar líður á veturinn)
  • Endurance miðað program sem hentar vel fyrir lengri keppnir/viðburði en er í grunninn eins og aðrar æfingar og vel hægt aðblanda saman við almennar æfingar (styttri)
  • Áhersla á góðan grunn og meiri styrk.
  • Cross training
    • Meiri áhersla á aðrar æfingar í haust og byrjun vetrar
  • Gravel Goodness
    • Skipulögð æfingaferð innanlands
  • Góð stemming og samheldinn hópur
    • Góður samheldinn hópur sem æfir saman allan veturinn

Docusaurus Plushie