Skip to main content

Íslandsmótið í criterium 2025

· 2 min read

Hjólreiðadeild Breiðabliks hélt Íslandsmót í criterum í dag, fimmtudaginn 21. ágúst 2025, á Kvartmílubrautinni í Hafnarfirði. Alls voru 45 keppendur skráðir til leiks í sex flokkum og lék veðrið aldeilis við keppendur.

Í A-flokki kvenna gerðist fátt, þrátt fyrir talsverðar keyrslur inn á milli, þar til í blálokin að þær hentust í endasprett og tókst Bríet Kristý Gunnarsdóttur Tindi að verja titilinn frá því í fyrra, hampar hún því Íslandsmeistaratitlinum annað árið í röð. Minna en sekúndubroti síðar varð Sara Árnadóttir HFR í 2. sæti og Hafdís Sigurðardóttir HFA varð þriðja.

Meira gekk á í A-flokki karla en fljótlega tók Davíð Jónsson HFR á rás og hélt forskotinu allan tímann, hann hampaði loks Íslandsmeistaratitlinum eftir að hafa orðið annar undanfarin tvö ár. Hann sigraði jafnframt U23 flokkinn. Í fjölmennum endaspretti náði Björgvin Haukur Bjarnason HFR með sekúndubroti að ná 2. sætinu og Kristinn Jónsson HFR lenti í 3. sæti.

Í B-flokki sigruðu þau Thomas Skov Jensen Tindi og Hjördís Birna Ingvadóttir HFR, bæði eftir hressandi endasprett. Í Junior flokki sigraði Eyrún Birna Bragadóttir HFR og Sólon Kári Sölvason HFR en hann var fljótastur allra í rásópnum, en Junior og B-flokkur voru ræstir saman.

Í ungmennaflokkunum sigraði í U17 Hrafnkell Steinarr Ingvason HFR, í U15 sigraði Kristján Þór Jóhannsson Aftureldingu og í U15 kvennaflokki sigraði Friðrika Rún Þorsteinsdóttir HFR.

Önnur úrslit er að finna á Timataka.net

Að vanda þakkar mótanefnd Hjólreiðadeildar Breiðabliks keppendum og sjálfboðaliðum fyrir daginn og óskar sigurvegurum til hamingju með árangurinn. Einnig þakkar mótanefndin styrktaraðilum keppninnar kærlega fyrir örlátt framlag sitt, en þeir voru: @pedal.is @motul @pagen_island @hreysti @lifetrackiceland @ms @powerade_island @monster_iceland @fastusheilsa Ps. Myndir úr braut verðar birtar um helgina.

Docusaurus Plushie

Docusaurus Plushie

Docusaurus Plushie

Docusaurus Plushie

Docusaurus Plushie

Docusaurus Plushie

Docusaurus Plushie

Docusaurus Plushie

Docusaurus Plushie