Hoppa yfir á aðal efni
View All Authors

Íslandsmeistaramótið í cyclocross

· 2 mínútu lestur

Íslandsmeistaramótið í cyclocross fór fram í dag í Álafosskvosinni við góðar aðstæður en þó var nokkuð kalt og brautin lúmsk hál á köflum. Brautin sjálf var snilldarlega vel lögð og bauð upp á mjög fjölbreytta kafla. Í karlaflokki var hörð barátta á milli Ingvars Ómarssonar og Davíðs Jónssonar (HFR) en Ingvar leiddi eftir fyrsta hring en svo náði Davíð smá forskoti sem hann hélt þar til á næst síðasta hring þegar það sprakk hjá honum og hann skipti um hjól en þá var Ingvar kominn með forystuna aftur og hann hjólaði af öryggi í mark á tímanum 56:27,9 en Davíð varð annar um fjórum mínútum á eftir. Í þriðja sæti varð Maxon Quas (Tindur) Í kvennaflokki hjólaði Kristín Edda (HFR) mjög örugglega og náði að bæta forskot sitt um 30 sekúndur á hring en okkar konur Björg Hákonardóttir og Júlía Oddsdóttir voru þó ekki langt á eftir og hjóluðu gríðarlega vel og komu í mark í 2. og 3. sæti. Breiðablik náði því í helming verðlauna sem voru í boði í meistaraflokki á þessu Íslandsmóti og við erum gríðarlega stolt af okkar fólki.

Docusaurus Plushie

Docusaurus Plushie

Gravelhópur Breiðabliks

· Einnar mínútu lestur

Guðmundur Sveinsson malarkóngur mun sjá um gravelmiðaðar morgunæfingar inni á þriðjudögum og fimmtudögum í vetur ásamt löngum útiæfingum á sunnudögum

  • Lengri æfingar (Lengjast þegar líður á veturinn)
  • Endurance miðað program sem hentar vel fyrir lengri keppnir/viðburði en er í grunninn eins og aðrar æfingar og vel hægt aðblanda saman við almennar æfingar (styttri)
  • Áhersla á góðan grunn og meiri styrk.
  • Cross training
    • Meiri áhersla á aðrar æfingar í haust og byrjun vetrar
  • Gravel Goodness
    • Skipulögð æfingaferð innanlands
  • Góð stemming og samheldinn hópur
    • Góður samheldinn hópur sem æfir saman allan veturinn

Docusaurus Plushie

Íslandsmótið í Maraþon fjallahjólreiðum

· Einnar mínútu lestur

Íslandsmótið í Maraþon fjallahjólreiðum (XCM) fór fram í dag á Hólmsheiðinni á sömu braut og síðustu þrjú ár. Aðstæður voru hörmulegar, mikil rigning og vindur en keppendur létu það ekki á sig fá og hjóluðu af kappi. Í karlaflokki voru hjólaðir tveir og hálfur 25km hringur og voru Ingvar, Kristinn, Hafsteinn og Eyjólfur fremstir saman eftir fyrsta hring. Á næsta hring hækkaði hraðinn og þessi hópur slitnaði þegar Ingvar tók forystuna sem hann hélt til loka og kláraði keppnina á tímanum 2:35:00, í öðru sæti rúmum fjórum mínútum á eftir varð Kristinn og Hafsteinn Ægir varð í 3. sæti rúmlega mínútu á eftir Kidda. Í kvennaflokki voru hjólaðir tveir hringir og þar náði Bríet Kristý smá forystu strax sem hún bætti svo við jafnt og þétt í gegnum keppnina sem hún vann á tímanum 2:40:26. Björg Hákonardóttir var tæpum 6 mínútum á eftir henni og Júlía Oddsdóttir kom svo þriðja í mark. Niðurstaða dagsins hjá Blikum í elite flokki því eitt gull, eitt silfur og eitt brons.

Docusaurus Plushie

Docusaurus Plushie

Íslandsmótið í criterium

· Einnar mínútu lestur

Í dag var Íslandsmótið í criterium haldið sem var í senn fjórða og síðasta bikarmótið í greininni. Hjólreiðadeild Breiðabliks átti nokkra keppendur sem stóðu sig mjög vel. Magnús Björnsson og Júlía Oddsdóttir (afmælisbarn dagsins) gerðu sér lítið fyrir og sigruðu B-flokkinn í æsispennandi endaspretti, en Júlía varð jafnframt bikarmeistari í greininni. Þá var Kristrún Lilja Daðadóttir í 3. sæti í sama flokki og áttum við þar með þrjá Blika á palli. Björg Hákonardóttir var í sex hjólara hópi og lenti í 6. sæti í A-flokki, aðeins sekúndum á eftir 1. Sætinu. Í karlakeppninni var mikið fjör og en þar endaði Bjarni Garðar Nicolaisson í 7. sæti. Við óskum verðlaunahöfum dagsins til hamingju með árangurinn!

Sigurvegarar