Skip to main content

Íslandsmótið í Maraþon fjallahjólreiðum

· One min read

Íslandsmótið í Maraþon fjallahjólreiðum (XCM) fór fram í dag á Hólmsheiðinni á sömu braut og síðustu þrjú ár. Aðstæður voru hörmulegar, mikil rigning og vindur en keppendur létu það ekki á sig fá og hjóluðu af kappi. Í karlaflokki voru hjólaðir tveir og hálfur 25km hringur og voru Ingvar, Kristinn, Hafsteinn og Eyjólfur fremstir saman eftir fyrsta hring. Á næsta hring hækkaði hraðinn og þessi hópur slitnaði þegar Ingvar tók forystuna sem hann hélt til loka og kláraði keppnina á tímanum 2:35:00, í öðru sæti rúmum fjórum mínútum á eftir varð Kristinn og Hafsteinn Ægir varð í 3. sæti rúmlega mínútu á eftir Kidda. Í kvennaflokki voru hjólaðir tveir hringir og þar náði Bríet Kristý smá forystu strax sem hún bætti svo við jafnt og þétt í gegnum keppnina sem hún vann á tímanum 2:40:26. Björg Hákonardóttir var tæpum 6 mínútum á eftir henni og Júlía Oddsdóttir kom svo þriðja í mark. Niðurstaða dagsins hjá Blikum í elite flokki því eitt gull, eitt silfur og eitt brons.

Docusaurus Plushie

Docusaurus Plushie