Skip to main content

XCO í Guðmundarlundi 2025

· One min read

Breiðablik hélt 1. bikarmót í fjallahjólreiðum (XCO) í Guðmundarlundi í gær. Óhætt er að fullyrða að aldrei hafi áður verið haldið hjólmót í jafn einstaklega góðu veðri – og það í maí. Keppt var í nokkrum flokkum, U15, U17, Junior, Masters 35+, B-flokki og A-flokki. Sigurvegarar í A-flokkum voru þau Ingvar Ómarsson og Björg Hákonardóttir, en þau eru bæði í Breiðablik og eru á leiðinni á Smáþjóðaleikanna í næstu viku þar sem þau keppa fyrir Íslands hönd. Í B-flokki sigruðu Katrín Marey Magnúsdóttir og Helgi Björnsson, bæði í HFR. Masters 35+ flokkinn sigruðu Berglind Heiða Árnadóttir og Halldór Viðar Jakobsson, bæði í Breiðablik. Baldur Þorkelsson HFR sigraði Junior flokkinn, Hrafnkell Steinar Ingvason HFR sigraði U17 og U15 sigruðu Áslaug Yngvadóttir HFR og Kristján Þór Jóhannsson Aftureldingu. Önnur úrslit eru aðgengileg á vef Tímatöku: https://timataka.net/xco-gudmundarlundi-2025/ Breiðablik þakkar keppendum, gestum og sjálfboðaliðum fyrir frábæran dag og bendir á tvö falleg myndaalbúm frá mótinu á facebook síðu deildarinnar

Docusaurus Plushie