Tengjast afl og snúnings skynjurum á Life Fitness IC8 hjólum

 16. janúar 2019   
 Jón Ingi Sveinbjörnsson   
   ic8  sensors

Hægt er að tengjast bæði afl(power) og snúnings(cadence) ANT+ skynjurum á Life Fitness IC8 hjólunum. Hjólin senda ekki frá sér Bluetooth merki þannig að ef þörf er á því þarf tæki til að brúa frá ANT+ yfir í Bluetooth.

Á hjólunum í Sporthúsinu er búið að líma númer hjólsins á það. Einnig er hægt að sjá númer hjóls efst á skjá þegar hjólið er ræst (sjá myndir hér að neðan.)

Nr á hjóli Nr á hjóli

Þegar þú ert komin með númerið á hjólinu notarðu það til að finna rétta skynjara. Almenna reglan er að aflskynjarinn heitir 30XX og snúnings 10XX þar sem XX er númer hjólsins. Í dæminu hér að ofan þá er hjólið númer 22. Aflskynjarinn heitir þá 3022 og snúnings er 1022.

Ólíkt er eftir hjólatölvum/úrum hvernig skynjarar eru tengdir og má sjá leiðbeiningar fyrir nokkrar Garmin útgáfur hér