Power training á Life Fitness IC8 hjóli

 16. janúar 2019   
 Hákon Hrafn Sigurðsson/Jón Ingi Sveinbjörnsson   
   ic8  powertraining

Byrja á að ræsa hjól

Hjól er einfaldlega ræst með því að byrja að hjóla á því. Þá ætti að kvikna á skjánum og eftirfarandi mynd að sjást. Þar viljum við velja POWER TRAINING

drawing

Eftir að valið hefur verið POWER TRAINING á hjóli og haldið áfram þá kemur upp valkostur hvort setja eigi inn ftp gildi með því að nota app eða gera það handvirkt.

Para hjól við app

Setja inn ftp gildi með appi

Einfaldasta og jafnframt fljótlegasta leiðin til að setja inn ftp gildi og aðrar stillingar í hjól er með því að velja að para app við hjólið (sjá mynd hér að ofan).

Þegar búið er að velja í hjólinu að para við app þarf að ræsa appið í símanum. Þar er farið í CONNECT BIKE og smellt á það hjól sem þú ert á (númer hjóls er á límmiða á hjóli og ætti einnig að sjást efst á skjánum á hjólinu)

Aðalvalmynd Velja hjól

Næst er farið yfir á skjáinn á hjólinu og valið að sækja stillingar frá síma.

Setja handvirkt inn ftp gildi og annað sem þarf

Annar möguleiki ef fólk kýs að nota ekki síma eða er ekki með hann með sér er að slá handvirkt inn öll gildi sem þarf í hjólið. Þegar hjól bíður upp á að para sig við app þá er valið NO og haldið áfram. Því næst er farið í gegnum skjámyndirnar Fitness level, Gender og Weight.

  • Fitness level skiptir í raun litlu máli, byrjendur setja LOW aðrir meta sjálfir
  • Gender er einfaldlega val um kyn
  • Weight er þyngd á þér
Fitness level Kyn Þyngd

Næst er svo það sem mestu máli skiptir, ftp gildið er talan sem allar æfingar snúast um. Talan segir til um á hvaða wöttum þú getur hjólað í klukkutíma í keppni algjörlega í botni. Allar æfingar eru settar upp sem hlutfall af ftp gildinu, t.d. að halda 120% af ftp í 3 mínútur.

FTP gildi

Color mode gefur þér val um hvort litir sjást á skjá á hjóli og á ljósi framan á því. Þessir litir segja til um á hvaða zone er verið að hjóla. Við mælum með að hér sé valið YES

Color mode

Eftir að ftp gildi hefur verið sett inn

Hvor leiðin sem valin er til að setja inn ftp gildi og annað skilar eftirfarandi valmyndum. Hér er boðið upp á að tengja púlsmæli við hjólið. Ekki er mikil þörf á því, við mælum frekar með að púlsmælir sé tengdur við hjólatölvu/úr sem sér um að taka upp æfinguna. Að lokum kemur upp medical dislaimer, lesa yfir hann og samþykkja

Fitness level Medical Disclamer

Hjól tilbúið fyrir æfingu

Nú ætti hjól að vera tilbúið fyrir æfinguna. Hægt er að lesa sig til um hvaða skjámyndir hjólið bíður upp á hér