ICGTraining app

 16. janúar 2019   
 Jón Ingi Sveinbjörnsson   
   ic8  app

Einfaldasta leiðin til að setja inn ftp gildi og aðrar upplýsingar sem þarf að setja inn í hjól fyrir æfingu er að vera með ICG appið sett upp á síma.

Niðurhal á appi

Forritið er til bæði fyrir Android og iOS og er hægt að sækja með því að smella á eftirfarandi takka

Sækja í Play Store Sækja í App Store

Stillingar á appi

Þegar forritið er ræst kemur upp eftirfarandi skjámynd (ATH Þessar myndir eru úr v1.3 útgáfu Android forritsins). Hægt er að velja æfingar og fleira þarna en í tímum hjá okkur notum við forritið eingöngu til að setja ftp gildi og álíka inn í hjólið.

Ef þetta er fyrsta skiptið sem þú ræsir forritið þá þarf að búa til notanda og setja svo inn stillingar fyrir hann. Smelltu á línurnar þrjár upp í vinsta horninu og veldu þar LOGIN. Ef þú átt nú þegar til ICG notanda þá slærðu inn notandanafn og lykilorð, ferð annars í SIGN UP niðri í hægra horninu.

Þegar búið er að skrá inn notanda (eða til að breyta stillingum, t.d. uppfæra ftp gildi) er aftur smellt á línurnar þrjár upp í vinstra horninu og þar er valið ACCOUNT og þar undir EDIT PERSONAL DETAILS

Aðalvalmynd

Hér erum við komin inn í stillingar og sláum inn það sem beðið er um, ftp og annað.

Aðalvalmynd

Þegar allar stillingar hafa verið slegnar inn er næsta skref að tengja sig við hjólið.

Sjá Power training á Life Fitness IC8 hjóli