Tengja Garmin tölur/úr við Life Fitness IC8 hjól

 16. janúar 2019   
 Jón Ingi Sveinbjörnsson   
   ic8  garmin

Hægt er að tengja hjólatölvur og úr sem styðja ANT+ við Life Fitness IC8 hjólin. Hjólin eru öll númeruð, bæði með límmiða og svo kemur númer hjóls upp skjá hjólsins. Almenna reglan er að aflskynjarinn heitir 30XX og snúnings 10XX þar sem XX er númer hjólsins. T.d. fyrir hjól númer 22 þá heitir aflskynjarinn 3022 og snúnings 1022.

Skynjarar eru tengdir svipað á flestum Garmin tækjum en hér eru upplýsingar fyrir þau algengustu

Garmin Edge 520

 1. Kveikja á hjóli með því að byrja að hjóla og sitja áfram á hjóli (eða ekki fara meira en 3m frá því)
 2. Fara í Menu > Settings > Sensors > Add Sensor . Hér er annaðhvort valið Search all til að leita að öllum skynjurum sem eru nálægt eða valin tegund skynjara (getur fækkað valkostum þar sem mikill fjöldi er inn í æfingasalnum). Þá birtist listi af skynjurum sem eru nálægt hjóli.
 3. Veldu einn eða fleiri skynjara og farðu í Add Sensor
 4. Skynjarinn er núna tengdur

Sjá á vef garmin

Garmin Edge 820

 1. Kveikja á hjóli með því að byrja að hjóla og sitja áfram á hjóli (eða ekki fara meira en 3m frá því)
 2. Fara í > Settings > Sensors > Add Sensor. Hér er annaðhvort valið Search all til að leita að öllum skynjurum sem eru nálægt eða valin tegund skynjara (getur fækkað valkostum þar sem mikill fjöldi er inn í æfingasalnum). Þá birtist listi af skynjurum sem eru nálægt hjóli.
 3. Veldu einn eða fleiri skynjara og farðu í Add
 4. Skynjarinn er núna tengdur

Sjá á vef garmin

Garmin Edge 1030

 1. Kveikja á hjóli með því að byrja að hjóla og sitja áfram á hjóli (eða ekki fara meira en 3m frá því)
 2. Fara í > Sensors > Add Sensor. Hér er annaðhvort valið Search all til að leita að öllum skynjurum sem eru nálægt eða valin tegund skynjara (getur fækkað valkostum þar sem mikill fjöldi er inn í æfingasalnum). Þá birtist listi af skynjurum sem eru nálægt hjóli.
 3. Veldu einn eða fleiri skynjara og farðu í Add
 4. Skynjarinn er núna tengdur

Sjá á vef garmin

Garmin Forerunner 935

 1. Kveikja á hjóli með því að byrja að hjóla og sitja áfram á hjóli (eða vera mjög nálægt því)
 2. Fara í Menu > Settings > Sensors and Accessories. Hér er annaðhvort valið Search all til að leita að öllum skynjurum sem eru nálægt eða valin tegund skynjara (getur fækkað valkostum þar sem mikill fjöldi er inn í æfingasalnum). Þá birtist listi af skynjurum sem eru nálægt hjóli.
 3. Veldu einn eða fleiri skynjara og farðu í Add Sensor
 4. Skynjarinn er núna tengdur

Sjá á vef garmin

Garmin Forerunner 735XT

 1. Kveikja á hjóli með því að byrja að hjóla og sitja áfram á hjóli (eða vera mjög nálægt því)
 2. Fara í Menu > Settings > Sensors and Accessories. Hér er annaðhvort valið Search all til að leita að öllum skynjurum sem eru nálægt eða valin tegund skynjara (getur fækkað valkostum þar sem mikill fjöldi er inn í æfingasalnum). Þá birtist listi af skynjurum sem eru nálægt hjóli.
 3. Veldu einn eða fleiri skynjara og farðu í Add Sensor
 4. Skynjarinn er núna tengdur

Sjá á vef garmin